„Helvítið hefur sóað heilu ári“

Sinisa Mihajlovic liggur ekki á skoðunum sínum.
Sinisa Mihajlovic liggur ekki á skoðunum sínum. AFP

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera knattspyrnumaður þar sem gagnrýnin getur verið óvægin, og það hefur framherjinn Maxi Lopez kynnst frá sínum eigin knattspyrnustjóra.

Lopez spilar með Tórínó á Ítalíu og hefur knattspyrnustjórinn Sinisa Mihajlovic gagnrýnt leikmann sinn opinberlega fyrir að vera of feitur, og það í annað sinn á tímabilinu.

Í september talaði Mihajlovic um að það væri eins og Lopez væri með þvottavél á bakinu, því hann væri of þungur. Lopez skoraði um helgina en þrátt fyrir það fékk hann aftur gagnrýni frá stjóra sínum.

„Ég er ánægður að hann hafi skorað, en er líka reiður. Ef hann hefði verið í þessu formi fyrir nokkrum vikum hefðum við getað notað hann. Um leið og hann fór úr 99 kílóum niður í 94 þá fór hann að skora. Hann ætti að vera reiður út í sjálfan sig. Helvítið hefur sóað heilu ári,“ sagði Mihajlovic.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert