Líflína frá Vardy

Jamie Vardy fagnar marki sínu í kvöld.
Jamie Vardy fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Sevilla og Juventus höfðu betur gegn andstæðingum sínum í fyrri viðureigninni í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Sevilla, sem hefur unnið Evrópudeildina síðustu þrjú árin, lagði Englandsmeistara Leicester á heimavelli, 2:1. Pablo Sarabia og Joaquin Correa komu Sevilla í 2:0 en í stöðunni 0:0 hafði Kasper Schmeichel varið vítaspyrnu frá Correa. Jamie Vardy, sem hafði ekki skorað mark frá því 10. desember, kom líflínu til sinna manna þegar hann minnkaði muninn 20 mínútum fyrir leikslok og Leicester, sem hefur átt hörmulega leiktíð í deildinni, á góða möguleika á að komast í átta liða úrslitin.

Ítalíumeistarar Juventus eru komnir með annan fótinn í átta liða úrslitin eftir 2:0 útisigur á móti Porto, sem lék manni færri í rúmar 60 mínútur. Varamennirnir Marko Pjaca og Dani Alves skoruðu mörk Juventus með tveggja mínútna millibili, á 72. og 74. mínútu.

Bein lýsing:

Úrslitin í leikjunum:

Sevilla - Leicester 2:1 (leik lokið)
Porto - Juventus 0:2 (leik lokið)

90+3 Leikjunum er lokið.

74. MARK!! Juventus lætur kné fylgja kviði og er komið í 2:0 með marki frá bakverðinum Daniel Alves. Báðir markaskorarar Juventus voru nýkomnir inn á þegar þeir skoruðu.

72. MARK!! Juventus er búið að brjóta ísinn. Marko Pjaca var að koma Ítalíumeisturunum yfir.

72. MARK! Jamie Vardy er á lífi. Framherjinn sem hefur átt erfitt uppdráttar eins og allt lið Leicester skorar með föstu skoti rétt utan vítateigs. Risamark fyrir Englandsmeistarana.

68. Ítalíumeistararnir í Juventus, manni fleiri, hafa sótt stíft að marki heimamanna en hafa ekki náð að skora frekar en Porto.

62. MARK!! Sevilla refsar Leicester-mönnum og eru komnir í 2:0. Markið skoraði Joaquin Correa og bætti þar með fyrir vítaspyrnuklúðrið í fyrri hálfleik.

60. Englandsmeistararnir hafa byrjað seinni hálfleikinn og líta mun betur út en í fyrri hálfleiknum.

46. Síðari hálfleikurinn er hafinn.

45. Það er kominn hálfleikurinn í leikjunum báðum. Aldeilis ekki sama fjör og í leikjunum í gær.

27. RAUTT! Porto er orðið manni færra eftir að Alex Telles var vikið af velli. Hann nældi sér í tvö gul spjöld með tveggja mínútna millibili.

25. MARK! Sevilla er komið yfir gegn Leicester. Markið skoraði Pablo Sarabia með hörkuskalla.

15. VÍTI VARIÐ! Kasper Schmeichel markvörður Leicester kom sínum mönnum til bjargar með því að verja vítaspyrnu frá Joaquin Correa sem dæmd var á fyrirliðann Wes Morgan.

12. Sevilla hefur sótt nokkuð stíft að marki Englandsmeistaranna en markalaust er enn þá í báðum leikjum kvöldsins.

1. Leikirnir eru hafnir. Vonandi fáum við eins fjöruga leiki og í gær en það verður að teljast frekar ólíklegt.

Byrjunarliðin:

Sevilla: Sergio Rico; Mariano, Lenglet, Rami, Escudero; N'Zonzi, Nasri; Sarabia, Correa, Vitolo; Jovetic

Leicester: Schmeichel, Simpson, Morgan, Huth, Fuchs, Albrighton, Drinkwater, Ndidi, Musa, Mahrez, Vardy.

Porto: Casillas; Maxi Pereira, Felipe, Marcano, Telles; Neves, Danilo Pereira, Herrera; Tiquinho, André Silva, Brahimi

Juventus: Buffon; Lichtsteiner, Barzagli, Chiellini, Alex Sandro; Khedira, Pjanic; Cuadrado, Dybala, Mandzukic; Higuain.

Ahmed Musa og Clement Lenglet í baráttunni í Sevilla í …
Ahmed Musa og Clement Lenglet í baráttunni í Sevilla í kvöld. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert