Sonni úr leik eftir alvarleg meiðsli

Sonni Ragnar með treyju Molde.
Sonni Ragnar með treyju Molde. Ljósmynd/twitter

Sonni Ragnar Nattestad, færeyski landsliðsmiðvörðurinn sem Íslandsmeistarar FH seldu til norska liðsins Molde í desember, varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu með Molde í vikunni og kemur því til með að missa af komandi leiktíð í Noregi.

„Þetta er mjög sorglegt og það mun líða langur tími þar til ég get spilað aftur en ég lofa því að koma sterkur til baka, segir Nettestad í viðtali við vefmiðilinn rbnett.no.

Sonni Ragn­ar, sem er 22 ára gam­all há­vax­inn miðvörður, gekk í raðir FH fyr­ir síðasta tíma­bilið og lék einn leik með því í Pepsi-deild­inni og tvo bikarleiki áður en hann var lánaður til Fylk­is þar sem hann spilaði átta leiki með Árbæj­arliðinu.

Sonni Ragn­ar er fastamaður í fær­eyska landsliðinu en hann hef­ur spilað 16 leiki með því og hef­ur í þeim skorað eitt mark.

Tveir Íslend­ing­ar eru í her­búðum Molde, sókn­ar­menn­irn­ir Björn Berg­mann Sig­urðar­son og Óttar Magnús Karls­son sem gekk í raðir liðsins frá Vík­ingi Reykja­vík síðastliðið haust

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert