Bjargaði lífi andstæðings í leik

Francis Kone sturmar yfir Martin Berkovec.
Francis Kone sturmar yfir Martin Berkovec. Ljósmynd/Bohemians.

Óhugnanlegt atvik átti sér stað í tékknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina, þegar mannslífi var bjargað.

Í leik Bohemians og Slovácko lenti Martin Berkovec, markvörður Bohemians, í hörðu samstuði við samherja sinn og lá meðvitundarlaus eftir. Francis Kone, framherji Slovácko, brást skjótt við og kom í veg fyrir að Berkovec myndi gleypa tungu sína.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég geri þetta. Ég athugaði strax hvort hann hefði gleypt tunguna,“ sagði Kone. Berkovec var fluttur á sjúkrahús og er ekki alvarlega slasaður.

„Ég vil taka íþróttina til hliðar og þakka Kone fyrir. Hann brást mjög fagmannlega við og þetta er mun mikilvægara en allur leikurinn,“ sagði Miroslav Koubek, þjálfari Bohemians, eftir leikinn sem endaði með markalausu jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert