Lars búinn að fá aðstoðarmann

Lars Lagerbäck.
Lars Lagerbäck. AFP

Lars Lagerbäck, nýráðinn þjálfari norska karlandsliðsins í knattspyrnu, hefur fengið aðstoðarmann.

Sá er Norðmaðurinn Per Joar Hansen sem þjálfaði norska stórliðið Rosenborg frá 2012 til 2014 og var þar áður þjálfari U21 árs liðs Norðmanna auk sem hann hefur stýrt sænska liðinu Sundsvall, norska liðinu Aalesund og fleiri liðum.

„Ég þekki Per frá veru hans í Svíþjóð og ég er mjög glaður með þessa niðurstöðu. Hann er aðstoðarþjálfari sem mun henta mér vel og persónuleiki hans er ekki svo líkur mínum. Það var mjög mikilvægt fyrir mig að fá norskan aðstoðarmann sem þekkir norska fótboltann og norsku menninguna betur en ég,“ segir Lagerbäck á vef norska knattspyrnusambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert