FIFA-dómari fær lífstíðarbann

Thulani Serero og Sadrio Mané berjast um boltann í leiknum.
Thulani Serero og Sadrio Mané berjast um boltann í leiknum. AFP

FIFA-dómarinn Joseph Lamptey hefur fengið lífstíðarbann frá dómgæslu fyrir að dæma vítaspyrnu í leik Suður-Afríku og Senegal í undankeppni HM í nóvember. 

Vítaspyrnan var dæmd á 43. mínútu leiksins er boltinn fór í hnéð á Senegalanum Kalidou Koulibaly en Lamptey taldi að boltinn hefði farið í höndina á honum. Thulani Hlatshwayo skoraði úr vítinu og kom Suður-Afríku 1:0 yfir.

Dómurinn þótti svo slæmur, að næsta víst væri að Lamptey væri að hagræða úrslitum og því var hann dæmdur í bannið. 

Svo fór að Suður-Afríka vann leikinn, 2:1, og komst fyrir vikið í 2. sæti riðilsins, D-riðils í undankeppni HM, á meðan Senegal er í því þriðja. Suður-Afríka og Búrkína Fasó eru bæði með fjögur stig, á meðan Senegal er með þrjú, þegar tveimur af sex umferðum er lokið. 

Fimm riðlar eru í undankeppni HM í Afríku og fer efsta lið hvers riðils beint á HM, á meðan neðri þrjú liðin sitja eftir með sárt ennið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert