Breytingar hjá Randers

Ólafur Helgi Kristjánsson.
Ólafur Helgi Kristjánsson. Ljósmynd/www.randersfc.dk

Breytingar hafa verið gerðar hjá danska úrvalsdeildarliðinu Randers sem Ólafur Helgi Kristjánsson er þjálfari.

Eftir afar dapurt gengi Randers síðustu vikurnar hafa vaknað upp spurningar um stöðu Ólafs í þjálfarastarfinu. Hann nýtur hins vegar fulls trausts hjá stjórnendum Randers en félagið tilkynnti á vefsíðu sinni í dag að Ole Nielsen íþróttastjóri Randers hafi verið látinn taka poka sinn.

Eftir góða byrjun á tímabilinu þar sem Randers var í toppbaráttunni hrökk allt í baklás og eftir að hafa aðeins náð aðeins að  krækja í eitt stig í síðustu níu leikjum sínum í deildinni endaði Randers í sjöunda sæti í deildarkeppninni og komst þar með ekki í úrslitakeppni sex efstu liðanna um meistaratitilinn.

Með liði Randers leikur landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert