Fjórir koma til greina hjá Barcelona

Luis Enrique hættir eftir tímabilið.
Luis Enrique hættir eftir tímabilið. AFP

Forráðamenn spænska meistaraliðsins Barcelona eru með fjóra þjálfara í sigtinu sem þeir líta á sem mögulega til að taka við hlutverki Luis Enrique þegar hann hættir með Katalóníuliðið í sumar.

Að því er spænska blaðið Mundo Deportivo greinir frá eru það Juan Carlos Unzue, aðstoðarþjálfari Barcelona, Ernesto Valverde, þjálfari Athletic Bilbao, Eusebio Sacristan, þjálfari Real Sociedad, og Ronald Koeman, knattspyrnustjóri Everton og fyrrverandi leikmaður Barcelona, sem koma til greina í starfið.

Enrique, sem hefur unnið átta af þeim tíu titlum sem hafa verið í boði frá því hann tók við þjálfun Barcelona, tilkynnti nýlega að hann ætlaði að láta af störfum eftir tímabilið þar sem hann þyrfti á hvíld að halda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert