Fyrsti sigur Kínverja

Kínverjar fagnar sigurmarki Yu Dabao.
Kínverjar fagnar sigurmarki Yu Dabao. AFP

Kínverjar unnu í dag óvæntan 1:0 sigur gegn Suður-Kóreumönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu karla en leikið var í Kína.

Yu Dabao skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu og tryggði þar með Kínverjum fyrsta sigurinn í riðlinum en Ítalinn Marcelo Lippi er þjálfari kínverska landsliðsins.

Tap hefði þýtt að Kínverjar ættu enga möguleika á að vinna sér farseðilinn í úrslitakeppnina í Rússlandi á næsta ári en með sigrinum er enn smá von fyrir þá kínversku.

Íran trónir á toppi riðilsins með 11 stig, Suður-Kórea er með 10, Úsbekistan 9, Sýrland 8, Kína 5 og Katar er á botninum með 4 stig.

Þetta er annar tveggja úrslitariðlanna í Asíu þar sem tólf lið eru eftir í keppninni um HM-sætin, af þeim 46 sem hófu undankeppnina í álfunni. Tvö efstu liðin í þessum riðli fara beint á HM í Rússlandi en liðið í þriðja sæti fer í umspil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert