Fótbrotnaði fyrir Íslandsleikinn

Seamus Coleman er borinn af velli eftir fótbrotið.
Seamus Coleman er borinn af velli eftir fótbrotið. AFP

Írar urðu fyrir miklu áfalli í gærkvöldi þegar fyrirliðinn Seamus Coleman fótbrotnaði í markalausu jafntefli við Wales í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu.

Coleman er leikmaður Everton, en hann lenti í afar ljótri tæklingu frá Neil Taylor sem fékk fyrir vikið að líta beint rautt spjald. Landsliðsþjálfarinn Martin O‘Neill staðfesti eftir leik að um ljótt brot væri að ræða og var Coleman sendur beint á sjúkrahús.

Írar taka á móti Íslendingum í vináttulandsleik í Dublin næstkomandi þriðjudagskvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert