Frakkar á toppnum – Svíar unnu stórsigur

Olivier Giroud skoraði tvö mörk og Antoine Griezmann eitt mark …
Olivier Giroud skoraði tvö mörk og Antoine Griezmann eitt mark í sigri Frakklands gegn Lúxemborg í kvöld. AFP

Frakkland trónir áfram á toppi A-riðils í undankeppni HM 2018, en Frakkar unnu Lúxemborg með þremur mörkum gegn einu í fimmtu umferð riðlakeppninnar í dag. Svíþjóð og Búlgaría fylgja svo í humátt á eftir Frakklandi.

Olivier Giroud skoraði tvívegis fyrir Frakka og Antoine Griezmann bætti þriðja markinu við þegar hann skoraði úr vítaspyrnu. Aurelien Joachim hafði hins vegar fengið hjarta Frakka til þess að slá örar með því að jafna metin fyrir Lúxemborg með marki sínu úr vítaspyrnu.

Svíþjóð sem er í öðru sæti riðilsins vann öruggan 4:0-sigur gegn Hvíta-Rússlandi. Emil Forsberg skoraði tvö marka Svía, en Marcus Berg og Isaac Kiese Thelin skoruðuð sitt markið hvor.  

Búlgaría skaust upp í þriðja sæti riðilsins með 2:0-sínum gegn Hollandi. Það var Spas Delev sem skoraði bæði mörk Búlgara.

Staðan í A-riðlinum eftir fimm umferðir er eftirfarandi: Frakkland 13, Svíþjóð 10, Búlgaría 9, Holland 7, Hvíta-Rússland 2, Lúxemborg 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert