Lars óánægður með frumraunina

Lars Lagerbäck, þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Lars Lagerbäck, þjálfari norska karlalandsliðsins í knattspyrnu. AFP

Lars Lagerbäck var vitanlega ósáttur við tap norska karlalandsliðsins í knattspyrnu í fyrsta leik hans við stjórnvölinn hjá liðinu, en liðið tapaði fyrir Norður-Írlandi, 2:0, í C-riðli í undankeppni HM 2018 í Belfast í kvöld. 

„Ég get ekki sagt að ég sé ánægður með það hvernig við byrjuðum leikinn. Það er andlega erfitt að lenda undir og við verðum að læra af þessu,“ sagði Lars í samtali við blaðamenn á blaðamannafundi eftir leikinn í dag. 

„Við vorum skömminni skárri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Það var hins vegar ekki nóg og dugði ekki til þess að koma okkur aftur inn í leikinn. Við verðum að bæta okkur í næstu leikjum ef við ætlum okkar að snúa gengi liðsins við,“ sagði Lars enn fremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert