Skoraði skondið mark (myndskeið)

Marie Jóhannsdóttir, lengst til hægri í fremri röðinni.
Marie Jóhannsdóttir, lengst til hægri í fremri röðinni. Ljósmynd/haugenfotball.no

Marie Jóhannsdóttir, 13 ára gömul stúlka sem á ættir að rekja til Skagafjarðar, skoraði skondið mark með liði sínu, Stryn, á innanhúss fótboltamóti í Noregi um helgina. Vefurinn Feykir.is greinir frá þessu.

Marie skoraði markið úr vítaspyrnu í undanúrslitaleik gegn Sandane í fylkismóti Sogn og Fjordane. Hún þrumaði boltanum í þverslána og taldi markvörður Sandane víst að boltinn færi ekki í markið því hún fór úr marki sínu. En þar misreiknaði hún sig!

Marie og stöllur hannar höfðu betur í vítaspyrnukeppninni, 7:6, og komust í úrslitaleikinn sem þær unnu. Mark Marie má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert