100 þúsund tóku víkingaklappið (myndskeið)

Áhorfendur á leik Írans og Kína í dag komu sér …
Áhorfendur á leik Írans og Kína í dag komu sér fyrir á öllum mögulegum stöðum. AFP

Hið víðfræga víkingaklapp hefur heldur betur ferðast um allan heim eftir að það var gert ódauðlegt eftir frammistöðu Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu síðasta sumar.

Nýtt fjöldamet gæti hafa verið sett hvað klappið varðar í dag, en um 100 þúsund manns tóku þá þátt í því á leik Írans og Kína í undankeppni heimsmeistaramótsins í Tehran.

Leikurinn fór fram á Azadi-leikvanginum í Tehran, en hann tekur um 80 þúsund manns í sæti. Hins vegar greina fjölmiðlar frá því að um 20 þúsund manns til viðbótar hafi hópast á völlinn og setið var á öllum mögulegum stöðum. Meðal annars var setið á auglýsingaskiltum og klifrað upp í flóðljósin.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði hefur það því verið ansi tilkomumikið þegar fjöldinn tók saman víkingaklappið. Þess má geta að Íran vann leikinn 1:0 og er nánast öruggt með sæti í lokakeppni HM í Rússlandi á næsta ári.

Völlurinn tekur 80 þúsund manns í sæti en mun fleiri …
Völlurinn tekur 80 þúsund manns í sæti en mun fleiri voru viðstaddir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert