Bauð Heimir fría ferð til Dublin?

Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hvernig fór Ísland að því að eiga í lið þegar svona marga vantaði? Stóð Heimir Hallgrímsson fyrir utan þinghúsið og bauð fyrstu 22 til að rétta upp hönd fría ferð til Dublin??,“ segir í umsögn írska blaðsins Irish Times um sigur Íslendinga gegn Írum í vináttuleik þjóðanna í Dublin í gærkvöld.

Blaðamaður Irish Times bendir á það í grein sinni um leikinn að íslenska liðið hafi í gær verið án margra af stjörnum og nefnir þá Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson, Alfreð Finnbogason, Jóhann Berg Guðmundsson, Birki Bjarnason og Theódór Elmar Bjarnason sem allir voru fjarri góðu gamni í gær.

Samt hafi Íslendingar hrósað sigri en þetta var fyrsta tap Íra á heimavelli í þrjú ár en fyrir leikinn í gær höfðu þeir spilað 15 leiki í röð án ósigurs á Aviva Stadium.

„Það var augljóst frá byrjun leiksins að íslenska liðið hafi miklu skýrari hugmynd um hvað það  var að reyna að gera í leiknum heldur en írska liðið,“ segir í Irish Times.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert