„Kannski verður hann landsliðsþjálfari“

Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann. AFP

Joachim Löw þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu sér fyrir sér að Julian Nagelsmann þjálfari þýska liðsins Hoffenheim geti orðið þjálfari þýska landsliðsins í framtíðinni.

Nagelsmann er 29 ára gamall og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína en hann var á dögunum valinn þjálfari ársins fyrir árið 2016 og er sá yngsti sem hreppir þann titil. Hoffenheim hefur komið alla liða mest á óvart í þýsku deildinni en það er í 4. sætinu og er í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti en liðið rétt bjargaði sér frá falli á síðustu leiktíð.

„Kannski verður hann landsliðsþjálfari einn daginn. Hann er afar hæfileikaríkur og nær vel til leikmanna,“ segir Löw við þýska blaðið Bild en Löw hefur stýrt þýska liðinu frá árinu 2006 og undir hans stjórn urðu Þjóðverjar heimsmeistarar árið 2014. Hann er sigursælasti þjálfari þýska landsliðsins frá uppi en í 145 leikjum sem hann hefur stýrt þýska liðinu í hefur það unnið 97 leiki, gert 25 jafntefli og tapað 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert