Matthías meistari meistaranna í Noregi

Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson. Ljósmynd/rbk.no

Rosenborg varð í kvöld meistari meistaranna í norsku knattspyrnunni með sigri á Brann, 2:0.

Venjulega er þetta leikur meistaraliðsins við bikarmeistara síðasta tímabils, en Rosenborg vann tvöfalt í fyrra og því var Brann andstæðingurinn þar sem liðið hafnaði í öðru sæti á síðasta tímabili.

Matthías Vilhjálmsson lék allan leikinn í framlínu Rosenborg, sem komst yfir eftir rúmlega hálftíma leik og innsiglaði sigurinn í blálokin. Viðar Ari Jónsson var ekki í liði Brann þar sem hann er að koma úr verkefni með íslenska landsliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert