Breytingar á undankeppni HM í vændum

Ætla má að Brasilía verði á meðal þjóða á HM …
Ætla má að Brasilía verði á meðal þjóða á HM 2026. AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið náði í dag samstöðu um tillögu um hvernig skipta beri sætum í úrslitakeppni heimsmeistaramóts karla frá og með árinu 2026 þegar liðum í keppninni veðrur fjölgað úr 32 í 48.

Evrópa fær sem fyrr flest sæti sem verða nú 16 talsins en voru áður 13. Evrópa á reyndar fjórtán lið í næstu keppni í Rússlandi 2018 þar sem gestgjafarnir bætast við.

Afríka fær 9 sæti en var áður með 5.

Asía fær 8 sæti en var áður með 4 og eitt umspilssæti.

Suður-Ameríka fær 6 sæti en var áður með 4 og eitt umspilssæti.

Norður- og Mið-Ameríka fær 6 sæti en var áður með 3 og eitt umspilssæti.

Eyjaálfa fær 1 sæti en var áður með eitt umspilssæti.

Þá standa eftir tvö sæti og um þau verður háð sérstakt sex liða umspil. Þar mun Evrópa þó ekki eiga lið, nema úrslitakeppnin fari fram í álfunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert