Áttum að vera skynsamari

Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid.
Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid. AFP

Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid og lærisveinar hans voru að vonum niðurlútir eftir tapið gegn erkifjendunum í Barcelona í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Í hreint út sagt frábærum leik sem var einn með öllu hafði Barcelona betur, 3:2, þar sem Lionel Messi skoraði sigurmarkið með lokasparki leiksins.

„Í stöðunni 2:2 hefðum við átt að vera skynsamari. Við vorum að reyna að ná þriðja markinu, vorum illa staðsettir og þið sáum hvað gerðust,“ sagði Zidane eftir leikinn.

Manni færri tókst Real Madrid að jafna metin í 2:2 með marki James Rodriguez fimm mínútum fyrir leikslok en í stað þess að halda þeirri stöðu sóttu liðsmenn Real Madrid  grimmt til sigurs en fengu á sig mark úr skyndisókn Börsunga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert