Enn eitt tapið hjá Sverri og félögum

Sverrir Ingi Ingason í baráttu við Antoine Griezmann.
Sverrir Ingi Ingason í baráttu við Antoine Griezmann. AFP

Það sígur enn á ógæfuhliðina hjá Sverri Inga Ingasyni og félögum hans í Granada en liðið tapaði á heimavelli fyrir Malága, 2:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Lærisveinar Tony Adams sem tók við þjálfun liðsins fyrir skömmu sitja sem fyrr í næstneðsta sæti og eru sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Sverrir Ingi lék allan tímann í vörn Granada og fékk gult spjald en hann tók út leikbann um síðustu helgi þar sem hann var búinn að næla sér í fimm gul spjöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert