Heimir ofar en Lars yfir bestu þjálfara heims

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru góðir saman en nú …
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson voru góðir saman en nú er Heimir búinn að skapa sér sjálfur nafn. AFP

Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, er á lista yfir 50 bestu þjálfara heims í úttekt franska miðilsins L‘Equipe. Það sem meira er, Heimir er ofar en Lars Lagerbäck á listanum.

Um er að ræða könnun 33 fótboltablaðamanna L‘Equipe sem er einn virtasti miðill heims á sviði knattspyrnu. Heimir er þar í 43. sæti, en Lars Lagerbäck er í 48. sæti.

Það sem gerir listann enn áhugaverðari er að knattspyrnustjórar stærstu félagsliða heims eru einnig á honum. Athyglisvert er einnig að aðeins eru núverandi landsliðsþjálfarar átta þjóða ofar en Heimir á listanum.

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er á toppnum og þar á eftir kemur Antonio Conte, Chelsea, og Diego Simone, Atlético Madrid. José Mourinho, stjóri Manchester United, er í 5. sæti, Jürgen Klopp hjá Liverpool í 10. sæti og Arsene Wenger hjá Arsenal í 20. sæti.

Listann í heild sinni má sjá hér að neðan.

1. Pep Guardiola (Man City)
2. Antonio Conte (Chelsea)
3. Diego Simone (Atlético Madrid)
4. Carlo Ancelotti (Bayern München)
5. José Mourinho (Man Utd)
6. Massimiliano Allegri (Juventus)
7. Joachim Löw (Þýskaland)
8. Zinedine Zidane (Real Madrid)
9. Leonardo Jardim (Mónakó)
10. Jürgen Klopp (Liverpool)
11. Didier Deschamps (Frakkland)
12. Mauricio Pochettino (Tottenham)
13. Luis Enrique (Barcelona)
14. Joerge Sampaoli (Sevilla)
15. Unai Emery (PSG)
16. Marcelo Bielsa (án félags)
17. Lucien Favre (Nice)
18. Claudio Ranieri (án félags)
19. Fernando Santos (Portúgal)
20. Arsene Wenger (Arsenal)
21. Thomas Tuchel (Dortmund)
22. Tite (Brasilía)
23.Maurizio Sarri (Napólí)
24. Marcelo Lippi (Kína)
25. Laurent Blanc (án félags)
26. Julen Lopetegui (Spánn)
27. Rafel Benítez (Newcastle)
28. Ernesto Valverde (Athletic Bilbao)
29. Julian Nagelsmann (Hoffenheim)
30. Claude Puel (Southampton)
31. Ronald Koeman (Everton)
32. Luciano Spalletti (Roma)
33. Marcelo Gallardo (River Plate)
34. Rudi Garcia (Marseille)
35. Mircea Lucescu (Zenit Pétursborg)
36. Manuel Pellegrini (Hebei Fortune)
37. Louis van Gaal (án félags)
38. Jorge Jesus (Sporting)
39. Giovanni Trapattoni (án félags)
40. Osvar Tabarez (Úrúgvæ)
41. Luiz Felipe Scolari (Guangzhou Evergrande)
42. Gian Piero Gasperini (Atalanta)
43. Heimir Hallgrímsson (Ísland)
44. Ralph Hasenhüttl (Leipzig)
45. Chris Coleman (Wales)
46. Giovanni van Bronckhorst (Feyenoord)
47. Eddie Howe (Bournemouth)
48. Lars Lagerbäck (Noregur)
49. Juan Antonio Pizzi (Síle)
50. Ricardo La Vople (Club América)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert