Barcelona aftur komið á toppinn

Suárez fagnar marki sínu í kvöld.
Suárez fagnar marki sínu í kvöld. AFP

Barcelona sigraði nágranna sína í Espanyol 3:0 á útivelli í borgarslag í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Barcelona jafnaði þar með Real Madrid að stigum en höfuðborgarbúarnir sigruðu Valencia 2:1 fyrr í dag. Liðin eru jöfn að stigum í efsta sæti deildarinnar með 81 stig. Börsungar eiga þrjá leiki eftir óleikna en Real Madrid fjóra.

Luis Suárez kom Barcelona yfir á 50. mínútu og Ivan Rakitic skoraði annað mark gestanna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Suárez var aftur á ferðinni á 87. mínútu þegar hann gulltryggði sigur Barcelona.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert