Bayern München meistari fimmta árið í röð

Bæjarar fögnuðu í dag en liðið er þýskur meistari í …
Bæjarar fögnuðu í dag en liðið er þýskur meistari í knattspyrnu. AFP

Bayern München varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu fimmta tímabilið í röð. Bayern sigraði Wolfsburg, 6:0, á útivelli í dag og tryggði sér titilinn þó að þrjár umferðir séu óleiknar.

Eftir leikinn í dag er Bayern með 73 stig en RB Leipzig sem er í öðru sæti er með 63 stig. Leipzig gerði markalaust jafntefli við Ingolstadt í dag.

David Alaba, Arjen Robben, Thomas Müller, Joshua Kimmich skoruðu sitt markið hver og Robert Lewandowski skoraði tvö mörk í stórsigri Bayern München í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert