Mikil spenna í þýsku B-deildinni

Bjarki Már Gunnarsson leikur með Aue.
Bjarki Már Gunnarsson leikur með Aue. AFP

Fann­ar Þór Friðgeirs­son skoraði 7 mörk fyrir Hamm þegar liðið vann Hütten­berg, 30:26, í þýsku B-deildinni í handknattleik í kvöld. Ragnar Jóhannsson skoraði 6 mörk fyrir Hüttenberg en Aðal­steinn Eyj­ólfs­son þjálfar liðið.

Hand­knatt­leiksmaður­inn efni­legi Sig­trygg­ur Daði Rún­ars­son hélt upp­tekn­um hætti en hann skoraði 7 mörk þegar lið hans, Aue, tapaði fyrir Wilhelmshavener 33:27. Árni Sig­tryggs­son, föður­bróðir hans, skoraði 2 mörk fyr­ir Aue í dag en varn­ar­jaxl­inn Bjarki Már Gunn­ars­son komst ekki á blað.

Aron Rafn Eðvarðsson og samherjar hans í Bietigheim töpuðu 22:20 fyrir Dessau. Þá var Ólafur Bjarki Ragnarsson ekki í leikmannahópi Eisenach sem tapaði fyrir Leutershausen, 26:19.

N-Lübbecke er með 56 stig á toppn­um þegar fimm um­ferðir eru eft­ir og fer ör­ugg­lega upp. Bietig­heim með 46 stig í öðru sæti, Hütten­berg með 43 stig í þriðja sæti og á leik til góða. Rimpar og Friesenheim eru með 42 og 41 stig og eiga einnig leik til góða. Bad Schw­artau kemur þar á eftir með 40 stig en þrjú lið komast upp í efstu deild.

Hamm er í harðri fallbaráttu en liðið er í fallsæti, með 28 stig, jafnmörg og Leutershausen sem er sæti ofar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert