Gautaborg vann Íslendingaslaginn

Kristinn Steindórsson í leik með Sundsvall.
Kristinn Steindórsson í leik með Sundsvall. AFP

Gautaborg hafði betur gegn Sundsvall í íslendingaslag í sænska fótboltanum í dag, 4:0. Kristinn Steindórsson spilaði allan leikinn fyrir Sundsvall og nafni hans Kristinn Freyr Sigurðsson spilaði síðustu 26 mínútur leiksins. Elías Már Ómarsson spilaði síðustu tíu mínúturnar fyrir Gautaborg. 

Sundsvall er í 12. sæti af 16 liðum með 11 stig og Gautaborg er í 10. sæti með 13 stig. 

Árni Vilhjálmsson var ekki með Jönköping sem tapaði 3:0 fyrir Elfsborg og Haukur Heiðar Hauksson spilaði ekki með AIK sem hafði betur gegn Djurgården, 1:0. 

Jönköping er í 11. sæti með 13 stig og AIK í 4. sæti með 17 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert