Erfiðasta tímabilið mitt sem þjálfari

José Mourinho var sáttur við afrakstur kvöldsins.
José Mourinho var sáttur við afrakstur kvöldsins. AFP

„Við áttum þennan sigur skilið og ég er mjög ánægður að sjá leikmennina mína fá bikar sem er verðskuldaður. Núna ætla ég í frí, við eigum það allir skilið þar sem þetta eru búnir að vera erfiðir undanfarnir mánuðir,“ sagði José Mourinho eftir 2:0 sigur lærisveina hans í Manchester United á Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. 

Mourinho er mjög sáttur við leiktíðina í heild, sem og leikinn í kvöld. 

„Þrír titlar og að komast í Meistaradeildina, ég er mjög ánægður með það eftir erfiðasta tímabilið mitt sem þjálfari. Okkur fannst það alltaf möguleiki að vinna þessa keppni og það er gott að vera búinn að því. Við spiluðum mjög vel í kvöld og við gerðum þetta þægilegt fyrir okkur. Við vorum mun sterkari en þeir.“

Wayne Rooney kom inn á sem varamaður í blálokin og segir Mourinho það vera möguleika að hann verði áfram hjá United. 

„Ég beið með að setja hann inn á því við vorum 2:0 undir og við þurftum ekki að sækja. Hann getur verið hérna á næstu leiktíð og ég verð mjög ánægður ef svo verður,“ sagði Portúgalinn að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert