Ronaldo frestar kynningu í kjölfar árásar

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur frestað fyrirhuguðu kynningarverkefni í London eftir hryðjuverkaárásina í Manchester.

Ronaldo átti að kynna SIXPAD-æfingafatnað á blaðamannafundi á morgun. Kynningunni hefur verið frestað um ótilgreindan tíma eftir að viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar var hækkað í Bretlandi eftir árásina í Manchester, þar sem 22 létu lífið.

„Í kjölfarið á hækkuðu viðbúnaðarstigi hryggir það okkur mjög að þurfa að fresta fyrirhugaðri kynningu með Cristiano Ronaldo,“ kom fram í yfirlýsingu frá SIXPAD í morgun.

„Öryggi er það mikilvægasta og vegna aðstæðna höfum við tekið þessa erfiðu ákvörðun,“ sagði enn fremur í yfirlýsingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert