Úrslitaleikurinn leikinn innandyra

Liðsmenn Real Madrid verða eflaust klárir í úrslitaleikinn, þó hann …
Liðsmenn Real Madrid verða eflaust klárir í úrslitaleikinn, þó hann verði spilaður innandyra. AFP

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu verður leikinn innandyra af öryggisástæðum og verður það í fyrsta skipti sem úrslitaleikur keppninnar fer fram innanhúss. Ástæðan er ótti við drónaárásir, en leikurinn fer á Millennium-vellinum í Cardiff í Wales og verður þaki vallarins lokað á meðan á leik stendur.

Búist er við 170.000 stuðningsmönnum í Cardiff þegar Juventus og Real Madrid leiða saman hesta sína í úrslitaleik þessarar sterkustu keppni Evrópu. Leikurinn fer fram 3. júní næstkomandi og verður þakinu einnig lokað er liðin æfa á vellinum daginn fyrir leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert