Valverde orðinn þjálfari Barcelona

Ernesto Valverde, nýr þjálfari Barcelona.
Ernesto Valverde, nýr þjálfari Barcelona. AFP

Barcelona staðfesti í kvöld að Ernesto Valverde hefði verið ráðinn sem nýr þjálfari karlaliðs félagsins í knattspyrnu. Valverde tekur við starfinu af Luis Enrique.

Valverde er 53 ára gamall og hefur stýrt liði Athletic Bilbao síðustu fjögur ár. Áður var Valverde þjálfari Valencia og Olympiakos, sem hann gerði að grískum meistara í þrígang. Árið 2007 stýrði hann Espanyol, grannliði síns nýja félags, í úrslitaleik UEFA-bikarsins.

Valverde skrifaði undir samning til tveggja ára, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Hann tekur við Barcelona sem spænskum bikarmeistara en liðið endaði í 2. sæti spænsku 1. deildarinnar, þremur stigum á eftir meisturum Real Madrid.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert