Þjóðverjar unnu Ástrala í markaleik

Timo Werner með boltann í leiknum í dag.
Timo Werner með boltann í leiknum í dag. AFP

Þjóðverjar unnu sinn fyrsta leik í Álfukeppninni í knattspyrnu í tólf ár er þeir höfðu betur gegn Áströlum, 3:2 í Sot­sjí í Rússlandi í dag. Lars Stindl kom Þjóverjum yfir eftir aðeins fimm mínútna leik en Tomas Rogic jafnaði fyrir Ástrala rétt fyrir hlé. Það var hins vegar enn tími fyrir Julian Draxler að koma Þjóðverjum í 2:1 fyrir hálfleik. 

Leon Goretzka kom Þjóðverjum í 3:1 í byrjun seinni hálfleiks áður en Tomi Juric minnkaði muninn skömmu síðar og þar við sat. 

Þýskaland og Síle eru á toppi B-riðils með þrjú stig en Ástralía og Kamerún eru án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert