Öruggt hjá Tékkum og Þjóðverjum

Tékkar fagna marki gegn Ítölum í dag.
Tékkar fagna marki gegn Ítölum í dag. AFP

Tékkland og Þýskaland unnu leiki sína í dag á Evrópumóti U21 landsliða í knattspyrnu sem fram fer í Póllandi. Tékkar höfðu betur gegn Ítölum, 3:1, og Þýskaland vann Danmörku, 3:0.

Michal Trávník kom Tékkum yfir á 24. mínútu gegn Ítölum og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Domenico Berardi jafnaði fyrir Ítalíu á 70. mínútu, en Marek Havlík og Michael Lüftner skoruðu fyrir Tékka á síðustu ellefu mínútunum og tryggðu 3:1 sigur. 

Davie Selke, Marc-Oliver Kempf og Nadiem Amiri tryggðu Þjóverjum 3:0 sigur á Dönum en öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Þjóverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Ítalir og Tékkar koma þar á eftir með þrjú og Danir reka lestina án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert