Aron til Varsjár frá Maldíveyjum?

Aron Einar Gunnarsson er orðaður frá Cardiff.
Aron Einar Gunnarsson er orðaður frá Cardiff. mbl.is/Golli

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu og leikmaður Cardiff, var í gær orðaður við pólska meistaraliðið Legia Varsjá í miðlum þar í landi og ku umboðsmaður hans vera staddur í Póllandi.

Aron var valinn leikmaður ársins hjá Cardiff eftir tímabilið í vor og er nú í brúðkaupsferð á Maldív-eyjum ásamt Kristbjörgu Jónasdóttur eiginkonu sinni.

Aron Einar er samn­ings­bund­inn velska liðinu til árs­ins 2018. Hann hef­ur leikið með liðinu í sex ár en hefur verið orðaður við ýmis lönd eftir síðasta tímabil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert