Boði hafnað í Aron

Leonardo Valencia og Aron Sigurðarson í baráttu í landsleik Síle …
Leonardo Valencia og Aron Sigurðarson í baráttu í landsleik Síle og Íslands. AFP

Tromsö hefur hafnað fyrsta tilboði hollenska úrvalsdeildarfélagsins Twente í Aron Sigurðarson, landsliðsmann í knattspyrnu.

Vefmiðillinn iTromsö greindi frá þessu og sagðist hafa heimildir fyrir því að tilboðið hefði hljóðað upp á mun lægri upphæð en Tromsö teldi ásættanlega. Sú upphæð væri talin í andvirði tugmilljóna íslenskra króna.

Forráðamenn Tromsö reikna með því að nýtt tilboð berist frá Twente í Aron, sem er með samning við norska félagið út næsta ár. Aron var seldur til Tromsö frá Fjölni fyrir síðustu leiktíð. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert