Ronaldo skaut Portúgal áfram

Cristiano Ronaldo í baráttunni í dag.
Cristiano Ronaldo í baráttunni í dag. AFP

Christiano Ronaldo skoraði eitt mark fyrir Evrópumeistara Portúgala sem unnu 4:0 sigur á Nýja-Sjálandi í Álfukeppni FIFA. Portúgalir eru þar með komnir í undanúrslit en þangað tryggðu Mexíkóar sig einnig í dag. 

Portúgalir unnu A-riðil á markamun en þeir hafa 7 stig líkt og Mexíkó sem vann Rússland 2:1.

Ronaldo skoraði mark sitt úr víti á 33. mínútu en þeir Bernardo Silva, Andre Silva og Nani skoruðu hin mörkin.

Aleksandr Samedov kom Rússum yfir á 25. mínútu en fimm mínútum síðar svaraði Nestor Araujo. Hirving Lozano skoraði svo sigurmarkið á 52. mínútu.

Yuri Zhirkov fékk að líta rauða spjaldið á 68. mínútu er hann fékk sitt annað gula spjald.

Rússar og Ný-sjálendingar sitja eftir með sárt ennið.

Á morgun verður leikið í B-riðli þar sem Síle go Þýskaland eru í kjörstöðu með fjögur stig en Ástralía og Kamerún með eitt stig. Á morgu mætast Síle og Ástralía og Þýskaland og Kamerún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert