Endar Zlatan á Spáni?

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. AFP

Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic gæti endað í herbúðum spænska liðsins Atlético Madrid.

Spænska blaðið AS greinir frá þessu en Zlatan er án félags eftir að ljóst varð að Manchester United mun ekki bjóða honum nýjan samning.

Svíinn er að jafna sig eftir erfið hnémeiðsli sem hann varð fyrir í leik með Manchester United í Evrópudeildinni. Spænska blaðið segir að hann gæti farið til Atlético Madrid og unnið að því að ljúka endurhæfingu sinni hjá liðinu.

Reiknað er með að Zlatan verði búinn að ná sér um áramótin í kringum þann tíma sem félagaskiptabanni verður aflétt af Madridarliðinu. Félög í Bandaríkjunum og Kína hafa sóst eftir kröftum Zlatans sem skoraði 26 mörk í öllum keppnum með Manchester United á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert