Ronaldo staðfestir tvíburafréttirnar

Cristiano Ronaldo tekur í spaðann á Sílemannsins hjá Arsenal, Alexis …
Cristiano Ronaldo tekur í spaðann á Sílemannsins hjá Arsenal, Alexis Sanchez, eftir sigur Síle í gær. AFP

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo staðfesti eftir tap Portúgal gegn Síle í vítaspyrnukeppni í gær að hann væri faðir tvíbura sem fæddust á dögunum.

Sagt hefur frá því að Ronaldo hafi eignast börnin með aðstoð staðgöngumóður en Ronaldo hafi aldrei staðfest fregnirnar opinberlega fyrr en nú.

Í fréttatilkynningu frá portúgalska landsliðinu segir að forseti þess og þjálfari Portúgala, hefðu samið við Ronaldo um að leyfa honum að halda til fjölskyldu sinnar væri ekki lengur möguleiki fyrir Portúgal að vinna til gullverðlauna.

Eftir tapið í gær sagði Ronaldo í fréttatilkynningu á Facebook að hann myndi yfirgefa portúgalska landsliðið snemma „til þess að geta loksins verið með börnunum mínum í fyrsta skipti,“ sagði Ronaldo.

„Ég hef þjónað landsliðinu eins og alltaf, af líkama og sál, jafnvel þótt að synir mínir tveir hefðu fæðst,“ sagði Ronaldo.

„Því miður náðum við ekki markmiðum okkar á mótinu en ég er viss um að við munum halda áfram að gleðja Portúgali,“ sagði Ronaldo.

Fyrir á Ronaldo einn sjö ára son, Cristano Ronaldo yngri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert