Arsenal og Liverpool með sigra

Aaron Ramsey og David Alaba eigast við í leiknum í …
Aaron Ramsey og David Alaba eigast við í leiknum í dag. AFP

Ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal og Liverpool unnu æfingaleiki sína í dag. Bæði lið undirbúa sig nú af krafti fyrir ensku úrvalsdeildina sem hefst eftir tæpan mánuð. Arsenal vann Bayern München og Liverpool vann Crystal Palace. 

Í Kína hafði Arsenal betur gegn Bayern München í vítaspyrnukeppni en staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1. Robert Lewandowski kom Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu á níundu mínútu en Alex Iwobi jafnaði fyrir Arsenal í blálokin og tryggði liðinu vítaspyrnukeppni. Arsenal skoraði úr þremur vítum en Bayern aðeins tveimur. Arsenal mætir Chelsea í næsta vináttuleik sínum á laugardaginn kemur. 

Liverpool og Crystal Palace mættust svo í Hong Kong og svo fór að Liverpool vann 2:0 sigur. Donimic Solanke, sem kom frá Chelsea í sumar, skoraði fyrsta markið á 61. mínútu með hnitmiðuðu skoti utan teigs og Divock Origi tvöfaldaði forskotið með skoti af stuttu færi á 79. mínútu og þar við sat. Næsti leikur Liverpool á undirbúningstímabilinu er gegn Hertha Berlin eftir tíu daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert