Skorar Matthías á Celtic Park?

Matthías Vilhjálmsson skorar fyrir Rosenborg.
Matthías Vilhjálmsson skorar fyrir Rosenborg. Ljósmynd/rbk.no

Matthías Vilhjálmsson og samherjar hans í norska meistaraliðinu Rosenborg eiga erfiðan leik fyrir höndum í kvöld en þá sækja þeir skosku meistarana í Celtic heim í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.

Matthías sá til þess að Rosenborg komst áfram en hann tryggði sínu liði sigurinn í framlengdum leik gegn írska liðinu Dundalk í síðustu viku og skoraði þar með sitt 12. mark í síðustu tólf leikjum. Líklegt er að Matthías verði í byrjunarliðinu í kvöld.

Liðin hafa mæst fjórum sinnum í Evrópukeppninni þar sem Celtic hefur unnið þrjá leiki og einu sinni skildu liðin jöfn. Rosenborg hefur ekki vegnað neitt sérstaklega vel í útileikjum sínum í Evrópukeppni en liðinu hefur ekki tekist að vinna í sjö síðustu útileikjum sínum. Í fimm þeirra hefur Rosenborg tapað og náð jafntefli í tveimur. gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert