Neymar að fara vegna Messi?

Neymar gæti verið orðinn þreyttur á að standa í skugga …
Neymar gæti verið orðinn þreyttur á að standa í skugga Messi. AFP

Brasilíumaðurinn Neymar er nærri því að ganga í raðir París SG frá Barcelona á metupphæð. En af hverju er hann að yfirgefa Börsunga þar sem hann hefur staðið sig frábærlega og unnið hvern titilinn á fætur öðrum? Það gæti verið vegna Lionel Messi.

Þetta er meðal þess sem spænski miðillinn El Pais veltir fyrir sér og bendir á að vendipunkturinn gæti hafa verið í mars eftir að Neymar sýndi eina bestu frammistöðu ferils síns á knattspyrnuvellinum.

Barcelona mætti þá Parísarliðinu í Meistaradeildinni sem endaði í einni mögnuðustu endurkomu keppninnar. Eftir að hafa verið í vondum málum skoraði Barcelona þrjú mörk á síðustu sjö mínútunum og vann að lokum ótrúlegan 6:5-sigur.

Arkitektinn í endurkomunni var Neymar, en hann skoraði tvö af mörkunum og lagði upp það þriðja. En þrátt fyrir það var það Messi sem átti athyglina eftir leikinn og myndin hér að neðan fór sem eldur í sinu í fjölmiðlum. Neymar hafi átt ótrúlegan leik, en samt stæði hann í skugga Messi.

Lioel Messi var í sviðsljósinu eftir sigurinn.
Lioel Messi var í sviðsljósinu eftir sigurinn. Ljósmynd/twitter

PSG þarf að greiða 222 millj­ón­ir evra, 27,4 millj­arða króna, til að leysa hann und­an samn­ingi. Sam­kvæmt BBC fær hann 865 þúsund evr­ur í viku­laun og sam­tals 45 millj­ón evr­ur í árs­laun og heild­ar­kostnaður PSG vegna kaup­anna og launa hans mun nema 450 millj­ón evr­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert