Fráleitt að reka eftir tvo leiki

Rúnar sagt upp eftir tvo leiki.
Rúnar sagt upp eftir tvo leiki. AFP

„Þetta kom mér sko á óvart, það verð ég að segja. Ég bjóst engan veginn við þessu,“ sagði Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem í gær fékk nýjan þjálfara hjá belgíska félaginu Lokeren. Rúnari Kristinssyni var afar óvænt sagt upp starfi og Peter Maes, sem stýrði liðinu 2010-2015, ráðinn.

„Við vorum bara á æfingu í morgun og allt í góðu. Svo fengum við að vita þetta eftir æfingu, og það er strax kominn nýr þjálfari. Hann er ekkert að skafa af hlutunum, forseti félagsins. Þjálfarinn sem er að koma var hérna fyrir nokkrum árum og gerði mjög góða hluti, svo það verður spennandi að sjá hvað gerist,“ sagði Ari, sem hafði ekki fengið að hitta nýja þjálfarann þegar hann ræddi við Morgunblaðið í gær.

Viðtalið í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert