Tottenham hefur áhuga á Sánchez

Davinson Sánchez í leik með Ajax.
Davinson Sánchez í leik með Ajax. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur mikinn áhuga á að fá Davinson Sánchez frá Ajax ef marka má heimildir Sky Sports. Sánchez er 21 árs miðvörður frá Kólumbíu og hefur hann leikið tvo A-landsleiki fyrir þjóð sína. 

Sánchez lék 43 leiki fyrir Ajax á síðustu leiktíð eftir að hafa gengið í raðir hollenska félagsins frá Atlético Nacional í heimalandinu. 

Tottenham hefur enn ekki fest kaup á leikmanni í sumar og eru margir stuðningsmenn orðnir pirraðir á gengi félagsins á leikmannamarkaðnum. 

mbl.is