Dagný lagði upp í mikilvægum sigri

Dagný á góðri studnu með Portland Thorns
Dagný á góðri studnu með Portland Thorns Ljósmynd/Twitter

Dagný Brynjarsdóttir spilaði fyrstu 61 mínútuna í 3:2 sigri Portland Thorns á Chicago Red Stars í bandarísku deildinni í knattspyrnu í nótt. Portland fór upp fyrir Chicago með sigrinum og upp í annað sæti deildarinnar. Dagný lagði upp annað mark Portland. 

Portland komst í 2:0 í fyrri hálfleik en Chicago jafnaði fyrir hlé, sigurmarkið kom hins vegar snemma í síðari hálfleik. Hér að neðan má sjá markið sem Dagný lagði upp. 

mbl.is