Sölvi sá rautt í tapi

Sölvi Geir Ottesen
Sölvi Geir Ottesen Ljósmynd/gzrffc.com.cn

Sölvi Geir Ottesen og félagar í Guangzhou R&F máttu þola 2:0 útitap gegn Cuizhou Hengfeng Zhicheng í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sölvi hefur átt betri daga því hann fékk tvö gul spjöld með sex mínútna millibili í fyrri hálfleik og var því vikið af velli á 39. mínútu. 

Guangzhou er í fimmta sæti deildarinnar, ellefu stigum fyrir neðan topplið Guangzhou. 

mbl.is