Slagsmál á nýja heimavelli Gylfa

Lögreglan fylgist vel með stuðningsmönnum Hadjuk Split í kvöld. Einhverjir …
Lögreglan fylgist vel með stuðningsmönnum Hadjuk Split í kvöld. Einhverjir þeirra komust þó inn á völlinn. AFP

Mikil læti brutust út á Goodison Park í Liverpool í kvöld en enska úrvalsdeildarliðið Everton fékk þá heimsókn frá Hadjuk Split frá Króatíu í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Eftir um hálftíma leik fóru stuðningsmenn Hadjuk Split að slást sín á milli og þurfti að stoppa leikinn í nokkrar mínútur vegna þess, en einhverjir stuðningsmenn komust inn á völlinn. 

Að lokum náði lögreglan stjórn á stöðunni og leikurinn hélt áfram. Gylfi Þór Sigurðsson var kynntur sem leikmaður Everton fyrir leik og er hann á Goodison Park að fylgjast með liðsfélögum sínum. 

Þegar fréttin er skrifuð er staðan 2:0 fyrir Everton. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert