Góð byrjun Kristjáns Flóka

Kristján Flóki Finnbogason byrjar vel í Noregi.
Kristján Flóki Finnbogason byrjar vel í Noregi. mbl.is/Golli

Kristján Flóki Finnbogason fór vel af stað með sínu nýja liði, Start, í norsku B-deildinni í knattspyrnu en félagið keypti hann af FH fyrir nokkrum dögum.

Kristján Flóki kom inná sem varamaður í fyrsta leik sínum í dag, heimaleik gegn Tromsdalen, um miðjan síðari hálfleik þegar Start var 1:2 undir og hann náði að jafna metin á 81. mínútu þannig að lokatölur urðu 2:2.

Guðmundur Kristjánsson sat á varamannabekk Start allan tímann en lið þeirra er með 41 stig í öðru sæti þegar níu umferðum er ólokið. Bodö/Glimt, lið Olivers Sigurjónssonar, er á toppnum með 48 stig en Sandnes Ulf er í þriðja sæti með 39 stig. Tvö lið fara beint upp og fjögur næstu fara í umspil.

Aron Elís Þrándarson var einnig á skotskónum í Noregi í kvöld en hann skoraði annað marka Aalesund sem tapaði fyrir Tromsö á útivelli, 3:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert