Mbappe rekinn af æfingu

Mbappe er ekki í góðri stöðu.
Mbappe er ekki í góðri stöðu. AFP

Knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappe var rekinn af æfingu hjá Mónakó í síðustu viku eftir rifrildi við liðsfélaga sinn Andrea Raggi. Lentu þeir í rifrildi á æfingu liðsins á þriðjudag og í kjölfarið var Mbappe beðinn um að fara. Hann neitaði því og stóð fastur á sínu sem endaði með því að leikmenn Mónakó færðu sig yfir á annan æfingavöll þar sem æfingin hélt áfram. Franska fréttaveitan L‘Equipe greinir frá þessu.

Mbappe var ekki í leikmannahópi liðsins á föstudag þegar það lagði Metz 1:0. Þjálfari liðsins, Leonardo Jardim, sagði eftir leikinn að leikmaðurinn væri ekki klár í að spila.

The Sun greinir frá því að Frakkinn ungi sé búinn að semja við Paris Saint-Germain, en umræður um félagsskipti hans hafa verið í gangi undanfarið. Flestir telja þó að viðræður séu í gangi og hann muni ganga til liðs við Neymar og félaga áður en félagsskiptaglugginn lokar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert