Barcelona í mál við Neymar

Neymar er orðinn leikmaður PSG.
Neymar er orðinn leikmaður PSG. AFP

Forráðamenn spænska knattspyrnufélagsins Barcelona eru allt annað en sáttir við félagsskipti Neymar til Paris Saint-Germain í Frakklandi. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem kemur fram að félagið hyggist fara í mál við Brasilíumanninn fyrir brot á samningi. 

Neymar varð dýrasti knattspyrnumaður sögunnar er hann fór til PSG á 222 milljónir evra, en með því að vilja yfirgefa félagið braut hann samning sinn við það. 

Hann skrifaði undir nýjan samning við Barcelona í október á síðasta ári og fékk fyrir það 8,5 milljónir evra fyrir að halda tryggð við félagið, sem hann sveik svo. Barcelona missir af miklum tekjum í sölu á varningi tengdum Neymar vegna brotthvarfs hans og krefst þess nú að hann borgi þessar 8,5 milljónir til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert