Afla þarf tekna í París þar sem miklu var eytt

PSG gæti lent í veseni með að borga upp það …
PSG gæti lent í veseni með að borga upp það sem félagið eyddi í Neymar. AFP

Kaup franska félagsins PSG á Brasilíumanninum Neymar frá Barcelona hafa víða um heim verið til umfjöllunar að undanförnu og miklar vangaveltur átt sér stað um hvort einn leikmaður sé upphæðarinnar virði. PSG borgar rúma 27 milljarða íslenskra króna fyrir starfskrafta Neymars sem er helmingi meira en greitt var fyrir næstdýrasta leikmann sögunnar til þessa.

Breska tímaritið The Economist lagði orð í belg fyrr í mánuðinum og þar var að finna nálgun á viðskiptin sem ekki hafa farið hátt í umræðunni. Eigendur PSG frá Katar hafa efni á því að tapa fjármunum eins og knattspyrnuáhugamenn þekkja en þeir eru þó sannfærðir um að fá tekjur á móti sem muni ná upp í kaupverðið. Hvernig má það vera? Miðasala og verðlaunafé í Meistaradeild Evrópu slagar ekki mjög hátt upp í upphæðina.

The Economist bendir á að slíkir þættir, ásamt peningum sem koma til vegna sjónvarpsréttar, séu ekki nema um 40% af tekjum Parísarliðsins. 59% af tekjunum séu tilkomin vegna auglýsinga og svo hátt hlutfall finnst ekki hjá öðru félagi í stærstu deildum Evrópu samkvæmt tímaritinu.

Þeir samstarfsaðilar sem Neymar komi til með að laða að PSG séu verðmætari en mörkin sem hann kemur til með að skora fyrir liðið. Neymar nýtur mikilla vinsælda og einungis Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa hærri tekjur vegna auglýsinga- og samstarfssamninga í fótboltaheiminum.

Greinin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert