Gylfi með stórbrotið mark fyrir Everton

Gylfi skoraði stórbrotið mark fyrir Everton í kvöld.
Gylfi skoraði stórbrotið mark fyrir Everton í kvöld. Ljósmynd/Everton

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mark Everton í 1:1-jafntefli gegn Hajduk Split á Evrópudeildinni í knattspyrnu í kvöld. Everton vann fyrri leikinn 2:0 og einvígið samanlagt 3:1 og er liðið komið í riðlakeppnina. 

Markið hjá Gylfa kom strax í upphafi fyrri hálfleiks. Gylfi sá þá að markmaður Split var framarlega í markinu og lét okkar maður vaða af um 45 metra færi og boltinn fór í boga yfir markmanninn og í bláhornið, stórkostlegt mark í hans fyrsta leik í byrjunarliði Everton. 

Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður í 3:2 sigri Rosenborgar á Ajax á heimavelli. Rosenborg vinnur einvígið 4:2-samanlagt. Arnór Ingvi Traustason var allan tímann á varamannabekk AEK sem hafði betur gegn Club Brugge, 3:0 og fór einvígið samanlagt 3:0. 

Mikael Anderson var svo ekki í leikmannahópi Midtjylland sem gerði 1:1 jafntefli við Apollon Limassol. Appollon fór áfram, 4:3-samanlagt. Patrick Cutrone skoraði sigurmark AC Milan sem vann Shkendija frá Makedóníu, 1:0 á útivelli. Einvígið fór samanlagt 7:0. 

Dregið verður í riðlakeppnina á morgun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert