Hefði alltaf séð eftir því að hafna þessu tækifæri

Glódís Perla Viggósdóttir er í góðum höndum hjá Rosengård.
Glódís Perla Viggósdóttir er í góðum höndum hjá Rosengård. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég held að þetta sé frábært umhverfi fyrir mig einmitt núna,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið. Rétt áður en Evrópumótið í Hollandi hófst í júlí var greint frá því að hún væri gengin til liðs við sænska meistaraliðið Rosengård eftir tveggja og hálfs árs veru í herbúðum Eskilstuna þar í landi.

„Ég sá þetta sem skref fram á við fyrir mig og feril minn. Mér fannst ég vera komin á nokkurs konar endastöð hjá Eskilstuna og þurfti nýtt áreiti og umhverfi. Mér var boðið það hér hjá frábæru félagi sem skilar af sér endalaust af frábærum leikmönnum. Ég held að ég hefði séð eftir því allan feril minn að hafna þessu tækifæri,“ segir Glódís, en Rosengård, áður Malmö, er afar sigursælt og segir Glódís alla umgjörð afar góða.

„Já, og allt er í rauninni stærra en ég bjóst við. Þetta félag er búið að vera topplið í mörg ár og veit hvernig allt gengur fyrir sig, svo að allt hefur verið rosalega auðvelt fyrir mig síðan ég kom,“ segir Glódís og útskýrir að félagið haldi vel utan um hlutina og leikmenn vanhagi ekki um neitt.

Viðtalið í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert